Í dag hefur allt starfsfólk Brekkuskóla komið að útfærslu varðandi starfið næstu daga og vikur.
Kennsla verður í hópum með hámark 20 nemendum og ekki verður um blöndun hópa að ræða innan skóladagsins. Í fyrramálið mæta nemendur í heimastofur hjá sínum umsjónarkennara þar sem þeir fá nánari upplýsingar um skóladaginn. Nemendur verða að hlíta öllum fyrirmælum starfsfólks og því skipulagi sem skólinn setur sér. Einnig bendum við á að skipulagið getur breyst og því verður að fylgjast vel með tölvupóstum og heimasíðu skólans.
Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við ykkur til að vera í sambandi í gegnum tölvupóst eða síma. Öll umferð um skólann verður takmörkuð eins og mögulegt er.
Öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum og íþrótta- og sundkennsla mun falla niður.
Einungis verður boðið upp á hádegismat fyrir nemendur í 1. – 3. bekk og ekki verður afgreiðsla á ávöxtum og mjólk. Hafragrautur verður ekki í boði. Því þurfa nemendur að koma með nesti að heiman og mjög gott er að hafa vatnsbrúsa í skólatöskunni. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur noti samlokugrill eða örbylgjuofn í skólanum.
Nemendur í 9. og 10. bekk mega koma með eigin tölvur í skólann. Við mælum með að nemendur komi með yndislestrarbækur að heiman og hafi í skólatöskunni.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um það hvar og hvenær hver árgangur mætir í skólann og hvenær skóladegi lýkur. Það er nauðsynlegt að nemendur mæti á tíma sem næst þeim sem settur er í skipulagið með því erum við að lágmarka hættu á að nemendahópar mætist.
INNGANGUR C, neðsta hæð að sunnanverðu:
1.bekkur mætir kl. 8:00 kennslu lýkur kl. 13:10 og frístund fyrir þá nemendur sem eru skráðir.
INNGANGUR að austan neðsta hæð sem snýr að skólalóð. (ATH. venjulega ekki notaður).
2.bekkur mætir kl. 8:00 kennslu lýkur kl. 13:10 og frístund fyrir þá nemendur sem eru skráðir.
INNGANGUR B að norðanverðu:
3. bekkur mætir kl. 8:00 og fer heim kl. 13:10.
4. bekkur mætir kl. 8:10 og fer heim k. 12:20.
5. bekkur mætir kl. 8:20 og fer heim kl. 12:10.
6. bekkur mætir kl. 8:30 og fer heim kl. 12:30.
INNGANGUR A - AÐALINNGANGUR
7. bekkur mætir kl. 8:40 og fer heim kl. 12:40.
INNGANGUR B að norðanverðu – ATH. EKKI INN UM AÐALINNGANG
8. bekkur mætir kl. 13:00 og fer heim kl. 15:00. Einnig verður fjarkennsla.
9. bekkur mætir kl. 13:10 og fer heim kl. 15:10. Einnig verður fjarkennsla.
10. bekkur mætir kl. 13:20 og fer heim kl. 15:20. Einnig verður fjarkennsla.
Þetta er tímabundið krefjandi verkefni sem við leysum öll í sameiningu. Verum góð hvert við annað og gerum okkar allra besta.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is