Skólabyrjun skólaárið 2017 – 2018

Þriðjudaginn 22. ágúst og miðvikudaginn 23. ágúst 2017 eru samtalsdagar hér  í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið á flipa/flís sem er efst í vinstra horni á forsíðunni og bókað viðtal. 

Hér eru greinagóðar leiðbeiningar ef lykilorð aðstandenda vantar eða er glatað: https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M 

Greinargóðar leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara skólans.  Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar biðjum við ykkur um að hafa beint samband við viðkomandi umsjónarkennara.