Skákmót í Brekkuskóla

Fimmtudaginn 20. febrúar var haldið bekkjarmót í 5. bekk Brekkuskóla. Alls tóku 26 nemendur þátt í mótinu sem verður að teljast mjög góð þátttaka. Krakkarnir eru mjög áhugasöm um skákíþróttina og hafa nokkur þeirra verið að æfa sig reglulega í þessari fornu íþrótt.  

Að loknum fjórum umferðum höfðu þeir Baldur Thoroddsen og Tobias Matharel einir keppenda unnið allar sínar skákir og tefldu eina skák til úrslita um sigurinn í mótinu og sæmdarheitið „Skákmeistari 5. bekkjar 2020“. Eftir snarpa baráttu hafði sá síðarnefndi betur og er því bekkjarmeistari í þetta sinn. 

 

 

Nánari upplýsingar má nálgast á síðu skákfélagsins:  https://skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/2246077/