Skákkennsla fyrir 1. - 4. bekk

Það voru hressir og áhugasamir nemendur sem mættu til leiks í skákkennslu í síðustu viku. Leiðbeinandi er Andri Freyr sem er framhaldsskólanemandi og fyrrum nemandi Brekkuskóla. Andri Freyr er fyrrum skákmeistari  Brekkuskóla og hefur hann teflt í sjö ár. Andri Freyr leiðbeinir nemendum skák í sjálfboðaliðavinnu. Honum til aðstoðar eru Guðbjörn og Halldór Logi skólaliðar og starfsmenn Frístundar. Þess má geta að Halldór Logi er einnig fyrrum nemandi í Brekkuskóla. Alls voru sett upp fjögur skipti og eru tvö þeirra eftir. Næstu skipti verða 8. og 15. nóvember kl. 13:10 - 13:50. Skráning fer fram hjá Stellu deildarstjóra stella@akureyri.is  Hér má nálgast fleiri myndir frá kennslustundinni.