Ritstjórar í heimsókn

Tveir ritstjórar frá Námsgagnastofnun komu í heimsókn til okkar í Brekkuskóla í vikunni og kynntu sér kennslu í upplýsinga- og samskiptatækni, smíðum, dönsku og myndmennt. Ritstjórarnir fengu að fylgjast með kennslustundum og eiga samræðu við kennara. Fleiri ritstjórar buðu síðan upp á samræðu í Háskólanum á Akureyri. Það er dýrmætt að fá slíka heimsókn og til að ræða hvað má betur fara, hvað vantar af efni og hvers konar efni vantar. Við þökkum þeim Guðríði og Hörpu kærlega fyrir komuna til okkar. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.