Prjónað úti í góða veðrinu.

Ágústa með hópinn sinn í blíðunni
Ágústa með hópinn sinn í blíðunni
Sólin skín og kennarar farnir að fara meira út með börnin til að leyfa þeim að njóta veðurblíðunnar. Ágústa handmenntakennari fer gjarnan með sína nemendur út ef færi gefst og í morgun voru ungar prjónakonur búnar að koma sér fyrir í einu skotinu. Þær kvörtuðu reyndar sáran yfir hita og ofbirtu, en ætli þær venjist því ekki fljótt? Verkefnin framundan í skólanum einkennast af útiveru og vettvangsferðum. Njótum góða veðursins og minnum hvort annað á að brosa með hjartanu.