Orð af orði í orði og á borði

Menntamálaráðherra kynnir sér  verkefnið Orð af orði
Menntamálaráðherra kynnir sér verkefnið Orð af orði
Myndir eru komnar á vefinn frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2009, en menntamálaráðherra  Katrín Jakobsdóttir heimsótti okkur og kynnti sér verkefnið Orð af orði sem unnið hefur verið í vetur í 3. - 7. bekk undir leiðsögn Guðmunds Engilbertssonar hjá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri. Orðaforði: Mikil fylgni er á milli orðaforða og lesskilnings og rannsóknir sýna einnig marktæka fyglni milli markvissrar orðaforðakennslu og námsárangurs (Marzano,2004). Að mati kennara er slakur orðaforði ein helsta ástæða þess að lesskilningur og námsárangur nemenda er slakur. Ýmsar vísbendingar eru um að lesskilningi fari aftur, t.d. nýlegar PISA og PIRLS kannanir. Lykilþættir í að efla lesskilning eru m.a. að efla orðvitund og orðaforða (NRP, 2000). Góður orðaforði er nauðsynlegur til að tjá hugsun sína á blæbrigðaríkan hátt en er líka mikilvæg forsenda þess að afla sér þekkingar.

Orð af orði: Undanfarin ár hefur Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri verið að þróa verkefni sem ber heitið Orð af orði. Meginmarkmið þess er að auka skilning í lestir og námi með því að efla orðvitund og orðaforða, fella orðakennslu að hefðbundinni kennslu og gera að föstum lið í kennslu námsgreina. Lögð er áhersla á að vinna eftir tiltekinni hugmyndafræði en virkja kennara til að þróa sínar eigin aðferðir út frá henni. Ráðgjafi í verkefninu leggur til fræðslu og framkvæmdaáætlun, fundar reglulega með kennurum og getur eftir atvikum fyglst með kennslustundum og tekið þátt í kennsluundirbúningi.
Lögð er áhersla á fjölbreytta kennslu og margbreytileg viðfangsefni af ýmsu tagi og í verkefninu er talsvert losað um námsbókastýrða kennslu. Reynsla er fengin af verkefninu þar sem nokkrir skólar hafa unnið með það, oftast sem heilsársverkefni.