Nýtt ár er hafið og gott er að rifja upp...

Hvað er Uppbygging? Sjálfstjórn og sjálfsagi. Að bera ábyrgð á eigin orðum  og gerðum. Að læra af mistökum í samskiptum og vaxa af því.

Gildi fremur en reglur!

Uppbygging er lífsgildismiðuð fremur en reglumiðuð og gengur út frá þremur grundvallarhugmyndum.

Við erum alltaf að gera okkar besta.

Öll hegðun hefur tilgang.

Við eigum hvert sína óskaveröld um hver við viljum vera.

Þegar valin lífsgildi stýra hegðun okkar erum við sátt. 

 

Í óskaveröldinni viljum við gera rétt - en ekki rangt

Við lærum af mistökum okkar.

Öll hegðun hefur tilgang  og “slæma hegðun” veljum við til að forðast enn verri kost.

 

Óskaveröld

Hvernig vinnustað vil ég vinna á? Hvernig á bekkurinn minn að vera?

Hvað finnst mér mikilvægast í samskiptum í mínum bekk?

Hvernig bekkjarhópur viljum við vera?


Hægt er að lesa meira undir:

http://brekkuskoli.is/is/page/skolinn_uppbygging