Netnotkun íslenskra ungmenna

Þar sem framundan er kynningar- og málfundur um netnotkun barna á Akureyri 29. janúar næstkomandi, vekjum við athygli á grein um netnotkun íslenskra ungmenna og mörk sem foreldrar setja þeim um netnotkun. Niðurstöður skólaþings Brekkuskóla um þessi mál eru væntanlegar úr vinnslu og fróðlegt verður að sjá hvernig þær tóna við þessa rannsókn. Greinin er fengin í veftímaritinu Netlu 22/12/2014. Netnotkun hefur aukist mikið síðasta áratuginn og er orðin stór hluti af daglegu lífi margra, einnig ungmenna. Tækniþróun hefur leitt til þess að aðgengi að Netinu er ekki lengur bundið við heimatölvu og símalínu heldur er hægt að komast á Netið næstum hvar sem er og hvenær sem er. Í þessari ► grein Hjördísar Sigursteinsdóttur, Evu Halapi og Kjartan Ólafssonarer skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á netnotkun ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi og hvort foreldrar setji ungmennunum einhverjar reglur eða mörk varðandi hana. Byggt er á gögnum sem safnað var í rannsóknarverkefni um netávana (netfíkn) meðal ungmenna í Evrópu (EU NET ADB). Markmið rannsóknarverkefnisins var að meta algengi og áhrifaþætti netávana meðal evrópskra ungmenna. Blönduðum rannsóknaraðferðum var beitt við gagnaöflun, spurningalistakönnun og hálfstöðluðum viðtölum við ungmenni sem mældust með netávana.

Meginniðurstöður eru þær að allir þátttakendur í 9. og 10. bekk grunnskóla nota Netið og tvö af hverjum þremur gera það daglega eða nánast daglega. Strákar verja meiri tíma á Netinu en stelpur eða að meðaltali um tvær og hálfa klukkustund á dag á móti tveimur klukkustundum hjá stelpum. Um 1% þátttakenda í rannsókninni höfðu einkenni netávana og um 7% til viðbótar töldust vera í áhættuhópi vegna netávana. Nærri 60% foreldra settu ungmennunum sjaldan eða aldrei mörk hversu lengi þau máttu vera á Netinu. Ung-menni sem rætt var við í eigindlegum hluta rannsóknarinnar töldu sig almennt hafa stjórn á netnotkun sinni en mörg hver voru þó jafnframt á þeirri skoðun að net-notkun þeirra væri orðin meiri en eðlilegt gæti talist. Tengja mátti leiða, einmanaleika og flótta frá raunveruleikanum við netnotkun ungmennanna sem rætt var við í eigindlegum hluta rannsóknarinnar.
Greinin