Náttúrufræðingur Brekkuskóla 2024

Í Brekkuskóla er dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur með verkefni sem kallast Náttúrufræðingur Brekkuskóla. Verkefnið gengur út á að fræðast um íslenska náttúru; fugla, plöntur og landslag.  Nemendur í 4. - 10. bekk taka þátt og í lokin er svo athöfn á sal þar sem nemendur skólans fá viðurkenningu fyrir góða frammistöðu og náttúrufræðingur skólans krýndur.  Að þessu sinni hlaut Margrét Lára Rúnarsdóttir titilinn.