22.04.2009
Mánudaginn 27. apríl verður fræðsla fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla Akureyrar um skaðsemi fíkniefna.
Mikil umræðu hefur verið hér á landi um kannabis og lögleiðingu þess. Að því tilefni var ákveðið að taka
Marítafræðsluna fyrir 10. bekkinga en um hana sér Magnús Stefánsson.
Maríta á Íslandi er forvarnasvið Samhjálpar. Aðalverkefni er samstarf á vettvangi forvarnafélagsins Hættu áður en
þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Fræðslufulltrúi Hættu áður en þú
byrjar er Magnús Stefánsson [ magnus@samhjalp.is ] s. 897 1759. Unglingar í vanda og /
eða foreldrar þeirra, geta pantað viðtal hjá Magnúsi á göngudeild Samjálpar í síma 561 1000. Heimasíða marita er www.marita.is
Fræðslan verður kl. 13-15, þann 27. apríl og er fyrir alla nemendur í 10. bekk Brekkuskóla. Fræðslan fer fram í Rósenborg.
Nánari upplýsingar gefur Gréta Kristjánsdóttir forvarnarfulltrúi í síma 460-1243