21.10.2008
Íþróttakennarar Brekkuskóla hafa sett saman leikjabók sem komin er í gagnið. Bókin er hugsuð fyrir starfsfólk skólans við
störf í frjálsum tíma á skólalóð til að leiðbeina börnum við leik og koma af stað leikjum. Bundnar eru vonir við að
leikjabókin verði hvatning til fjölbreyttra leikja og hreyfingar meðal nemenda skólans. Í bókinni eru 25 leikir með leiðbeiningum auk þess
sem nokkrir innileikir fá að fljóta með. Fremst í bókinni er yfirlitsmynd af skólalóðinni þar sem svæðin hafa verið merkt sem
ábending um hepplegan stað fyrir hvern leik.