HVAÐ EF?

Fimmtudaginn 24. febrúar fer 9. og 10. bekkur í Hof á sýninguna Hvað Ef?. Hvað Ef? fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Flytjendur eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson. Leikstjóri Gunnar Sigurðsson.

Þann 26.október 2010 var verkið frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsi og móttökurnar hafa verið rífandi. Nú þegar hafa verið sýndar 38 sýningar fyrir fullu húsi. Það gera um 5000 unglingar auk kennara og foreldra.

Nú hefur Íslandsbanki á Akureyri  ákveðið að bjóða  9. og 10. bekkjum grunnskóla á Akureyri og í nærsveitum að koma og sjá þessa sýningu í samstarfi við Þjóðleikhús, Leikfélag Akureyrar og Hof Menningarhús. Nemendur Brekkuskóla fara í fylgd starfsmanna skólans á skólatíma 23. febrúar.

Við viljum vekja sérstaka athygli á kvöldsýningum kl. 20.00 fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa. Foreldrar eða félög geta haft samband við Grétu Kristjánsdóttur gretak@akureyri.iseða Eyrúnu Rafnsdóttur eyrun@dalvik.is til að fá nánari upplýsingar.