Á námskeiðunum 1 - 5 - 8 fengu nemendur í 5. og 8. bekk hópeflikennslu á meðan foreldrar voru í hópvinnu og fræðslu á sal.
Uppbyggingarstefnan var grunnurinn að fræðslunni undir dyggri leiðsögn Rutar Indriðadóttur og foreldrar unnu T-spjald um hlutverk foreldra og hlutverk
umsjónarkennara. Hér meðfylgjandi eru myndir frá hópeflistund með nemendum í 5. bekk. Það voru
kennararnir Hanna Skúladóttir og Sigfríð Einarsdóttir sem sáu um hópeflið.