Hjólaleiktæki og reiðhjól.

Úr skólanámskrá: Reiðhjól, hjólabretti, línuskautar og hlaupahjól Nemendum er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára.  Það er mjög mikilvæt að gengið sé vel frá hjólum við skólann. Reiðhjól eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð foreldranna að nemendur noti öryggishjálm. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð.

Hjólaleiktæki önnur en reiðhjól eru á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra. Því miður verður ekki hægt að geyma þessa hluti inni í skólanum. Umferð/notkun þessara tækja á skólalóð miðast eingögnu við frímínútur/hádegi á malbikaða vellinum austan megin við aðalbyggingu.

Örugg á hjóli. (af vef Heimilis og skóla)

Hjólreiðar eru skemmtilegar, en það er eins með þær og allt annað, maður þarf að læra nokkrar mikilvægar öryggisreglur áður en maður byrjar. Hér er hægt að nálgast bækling þar sem bent er á nokkur algeng vandamál sem börnin geta lent í þegar þau eru að hjóla og lagðar eru fram tillögur um lausnir.  Það er samt ekki nóg að lesa bæklinginn eða að fá barnið til að lesa hann.  Best er að fara saman yfir efnið og gera æfingarnar.