Heimilisfræði - páskasmákökur

Í heimilisfræði í 3. HBP voru bakaðar páskasmákökur sem kallast "Trallakökur". Það voru vaskir sveinar sem kunnu vel til verka þegar ljósmyndari leit við hjá þeim. Sjá myndir. Þeir þvoðu sér vel um hendur áður en þeir hófust handa og líka eftir að hafa hnoðað og búið til kúlur úr deiginu. Þeir vöskuðu upp, þrifu eftir sig og biðu svo rólegir efitir að kökurnar bökuðust með því að taka í spil. Það voru ekki margir sem áttu afgang af kökunum þegar haldið var heim á leið eftir daginn :-) Gleðilega páska.