Heimadæmi

Nemendur að vinna heimadæmi í upplýsingaveri
Nemendur að vinna heimadæmi í upplýsingaveri
Heimadæmi í stærðfræði í 8. - 10. bekk eru sett upp rafrænt í námsumsjónarkerfinu Moodle. Nemendur fá aðgang að þeim í ákveðinn tíma og þegar þau eiga að skila er lokað sjálfkrafa fyrir þau. Nemendur fá tækifæri til að gera fleiri en eina tilraun til að leysa dæmin. Dæmin eru sett fram af handahófi og fá nemendur ekki endilega sömu dæmin. Þegar horft er yfir  niðurstöður nemenda sést að þau eru að ná mjög góðum árangri í þessari þjálfun. Höfundar efnisins eru Sigríður Kristín Bjarnadóttir fyrrum deildarstjóri Brekkuskóla og María Aðalsteinsdóttir sem er kennari í Oddeyrarskóla. Ætlast er til að nemendur leysi dæmin utan kennslustunda, en skólinn gefur nemendum kost á aðstoð við að leysa dæmin í valgreininni "Aðstoð í bóknámi". Þar fá nemendur aðgang að tölvum og aðstoð frá kennara við úrlausnina. Að auki geta nemendur nýtt búnað í upplýsingaveri skólans þegar svigrúm myndast í töflu.

Akureyrarbær hefur nú sett upp miðlægan Moodle-aðgang fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar. Kennarar eru í samstarfi milli skóla við að þróa kennsluefni, aðferðir og leiðir til að nýta rafrænt nám í skólastarfi grunnskólanna. Það á líka við um fleiri námsgreinar en stærðfræði. Þetta frumkvæði og samstarf styður við þróun rafræns náms í skólastarfi Brekkuskóla og er gott fordæmi um þær fjölbreyttu leiðir sem skilvirkni tækninnar og góð samvinna getur skilað inn í skólastarfið.

Sævar Árnason kennari í Brekkuskóla og María Aðalsteinsdóttir kennari í Oddeyrarskóla hafa  veitt jafningjum fræðslu í að nýta Moodle í kennslu.

Slóðin á Moodle verkefni grunnskólanna á Akureyri