Heiðarlegir nemendur

Jólagóðverk
Jólagóðverk
"Systur sem skiluðu týndu peningaveski til lögreglunnar gerðu jólagóðverk segir varðstjóri. Hann telur líklegt að veskið sé í eigu barns sem hafi ætlað að kaupa jólagjafir". Tekið af www.ruv.is

Peningaveski varð á vegi tveggja systra sem voru á gangi um Þórunnarstræti á Akureyri í gær. „Við vorum að labba í skólann. Bara um morguninn,“ ,“ sögðu stúlkurnar. Aðspurðar sögðu þær veskið hafa legið á jörðinni og að örlítið hefði snjóað á það. Því telja stúlkurnar að veskið hafi ekki legið lengi á jörðinni. Veskinu var svo skilað til lögreglunnar.

Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni sagði engan hafa gert tilkall til veskisins. „Þetta er nú svona lítið veski sem virðist vera barnaveski, og það eru töluverðir peningar í veskinu, það leit út fyrir að einhver krakki sem var á leið í jólagjafainnkaupin hefði tapað veskinu. Stúlkurnar tóku veskið og skiluðu því til okkar í dag. Við settum inn tilkynningu á facebook síðuna okkar um þennan fund með von um að eigandinn myndi gefa sig fram, við gerðum það í morgun, en það er enginn búinn að gefa sig fram enn þá, þó 5.000 manns hafi séð þetta á síðunni okkar,“ segir hann.

Annað veskið á einum degi

Þetta er annað veskið sem komið var með á lögreglustöðina í dag, hitt var hins vegar með skilríkjum og því hægur leikur að koma því til skila. 
„Við búum svo vel að vera í litlu og þröngu samfélagi, fólk skilar oft inn óskilamunum sem það myndi kannski ekki gera út í heimi skulum við segja.,“ segir Jóhannes. Hann segir að stúlkurnar hafi unnið jólagóðverk. „Þær eiga auðvitað heiður skilið fyrir að bregðast svona rétt við og skila þessu til okkar.“ Tekið af www.ruv.is

Þess má geta að eigandinn hefur vitjað veskisins og er hann einnig nemandi í skólanum. Nánar má lesa um það á vef RÚV.