Foreldrafundir vegna valgreina í 8. - 10. bekk á næsta skólaári

Mánudaginn  27. apríl, klukkan 17:00,  ætla undirritaðar að vera með kynningu á kjörsviðsgreinum  á sal  Brekkuskóla fyrir foreldra nemenda í 7. bekk.  Mánudaginn  27. apríl, klukkan 18:00,  ætla undirritaðar að vera með kynningu á kjörsviðsgreinum  á sal Brekkuskóla fyrir foreldra nemenda í 8.  og 9. bekk.  Vonumst til að sjá  ykkur sem flest. Sigríður Kristín Bjarnadóttir, deildarstjóri unglingastigs. Steinunn Harpa Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.

Námsgreinar í 8. – 10. bekk skiptast í kjarna sem er 29 kennslustundir á viku og kjörsviðsgreinar sem eru 8 kennslustundir á viku.  Kjarnann verða allir nemendur að taka og eru námshópar bundnir við bekkjardeildir. Kjörsviðsgreinar eru hins vegar flestar sameiginlegar fyrir 8. – 10. bekk.

Hver kjörsviðsgrein samsvarar 2 kennslustundum á viku yfir veturinn.

Nemendur eiga kost á að fá metið nám við sérskóla, félags– ­ eða íþróttastörf.

Mikilvægt er að nemendur vandi valið og velji þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og telja að komi þeim best til framtíðar. Mánudaginn 27. apríl fá nemendur kynningu á kjörsviðsgreinum.  Við sama tækifæri fá nemendur afhent umsóknareyðublað  vegna kjörsviðsgreina veturinn 2009 – 2010.  Á heimasíðu skólans er að finna kynningarbækling  með ítarlegar upplýsingar um kjörsviðsgreinarnar.

Við hvetjum foreldrar til að kynna sér þær kjörsviðsgreinar sem í boði eru og að hafa hönd í bagga með vali barna sinna.

Nemandi þarf að vera búinn að ákveða í upphafi annar hvort hann notar metið val sem kjörsviðsgrein. Ekki er hægt að taka metið val inn eftir að tvær fyrstu vikur annarinnar.

Kynningarrit og umsóknareyðublöð um valið má nálgast hér á vefsíðu skólans.