Foreldrafélag Brekkuskóla styrkti skólabókasafnið

Brekkuskóli fékk nýlega  veglegan stuðning frá foreldrafélagi skólans til að bæta við bókum í skólabókasafnið.    Keyptar voru nýjar bækur fyrir safnið, sem eykur framboð og fjölgar valkostum fyrir nemendur á öllum aldri.

Skólinn í samstarfi við foreldrafélagið vill tryggja að börnin hafi aðgang að nýjum og áhugaverðum bókum sem stuðla að læsi og áhuga á lestri.

Skólinn er þakklátur fyrir stuðninginn sem mun koma nemendum vel.  Á myndinni sem fylgir fréttinni má líta hluta af þeim bókum sem bættust við bókakost safnsins.