Fluguhnýtingar og stangveiði

Hópur drengja leitaði í vikunni að hvítlirfum sem þeir ætla að nota sem beitu við stangveiði. Drengirnir ásamt kennurum lyftu torfi á skólalóð og týndu í dalla hvítlirfur. MYNDIR frá tínslunni. Valgreinin Fluguhnýtingar og stangveiði samanstendur af hinum ýmsu þáttum stangveiðinnar. Í fluguhnýtingum er nemendum kennd undirstöðuatriðin og búa þau til nokkrar algengar laxa-og silungaflugur. Lokaverkefnið er svo að hanna sína eigin flugu. Í stangveiði fara nemendur í kastkennslu með flugustöngum. Einnig fá nemendur fræðslu um allan þann búnað sem fylgir fluguveiði sem og hvernig á að umgangast náttúruna og íbúa vatna og áa. Þá vinna nemendur verkefni um veiðisvæði að eigin vali.Kennslanverður nokkuð lotubundin því farið verður í a.m.k. tvær veiðiferðir sem dekka töluverðan hluta tímafjölda námskeiðssins. Gera má ráð fyrir að flestir tímanna fari fram að hausti og svo að vori en bóklegir tímar verði annaðhvort hálfsmánaðarlega eða eða vikulega á fyrirfram ákveðnum tíma yfir veturinn.