Hér er boðað til kynningarfundar um framhaldsnám í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Fundurinn verður á sal Brekkuskóla föstudaginn 1. mars kl. 8:00 -9:30 u.þ.b.
Þar munu náms- og starfsráðgjafar skólanna tveggja kynna nám og starf í sínum skólum og svara fyrirspurnum foreldra en eins og þið
hafið væntanlega orðið vör við þá hafa nemendur nú farið í heimsókn í báða skólana á vegum
Brekkuskóla.
Rafræn innritun í framhaldsskóla er í höndum Námsmatsstofnunnar. Innritun verður tvískipt, fyrst þarf að sækja um nám í
framhaldsskóla á tímabilinu 11. mars - 12. apríl og svo geta nemendur endurskoðað val sitt 4. maí - 10. júní.
Veflyklar nemenda verða sendir hingað til Brekkuskóla og við afhendum nemendum lyklana um leið og þeir berast. Við verðum einnig með upplýsingar um
lyklana ef þeir glatast. Þið eigið einnig að fá sent kynningarbréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi þessi
mál.
Ég vil eindregið hvetja ykkur til þess að nýta ykkur þetta góða tækifæri til þess að kynna ykkur möguleika í námi
í framhaldsskólum bæjarins.
Með bestu kveðju,
Steinunn Harpa,
náms- og starfsráðgjafi Brekkuskóla.