Bókagjöf Foreldrafélags Brekkuskóla

Foreldrafélag Brekkuskóla gefur nemendum veglega jólagjöf – bókagjöf til skólasafns! Þar sem nú er hafið mikið lestrarátak á landsvísu þótti foreldrafélaginu við Brekkuskóla mikilvægt að skólasafnið hefði að geyma áhugaverðar og spennandi bækur sem nemendur hefðu jafnvel sjálfir valið.  Foreldrafélagið fékk því nemendur á öllum skólastigum til að setja saman bóka-óskalista sem félagið fékk í hendur í byrjun desember.  Það færði síðan skólanum veglega bókagjöf  um 200 bækur og bætir þannig verulega aðgengi nemenda að nýju og fjölbreyttu lesefni. Þess má geta að bókaútgáfur voru sérlega liðlegar og veittu góða afslætti.  Fjölbreytt úrval bóka á skólasafni er mikilvægt fyrir nemendur til að örva og efla lestur. Á þennan hátt styður foreldrafélagið við skólasafnið í því að sinna sínu hlutverki og að nemendur hafi aðgang að lesefni sér til gamans og gagns. Undanfarin ár hafa myndast langir biðlistar eftir vinsælum bókum á skólasafninu en með þessari gjöf munu þeir styttast verulega. Bækurnar eru nú komnar í hús og fengu nemendur þær afhentar í morgun, á Litlu jólunum, 18. desember. Fleiri myndir hér.