Erasmus+ styrkur til starfsþróunar

Brekkuskóla hefur hlotið Erasmus+ styrk í flokknum „Nám og þjálfun“. Upphæð styrksins er ríflega 27 þúsund evrur og er verkefni til tveggja ára. Í ummælum matsaðila segir meðal annars: „Skólinn virðist hafa metnaðarfulla alþjóðastefnu og því áhugavert að styrkja svona verkefni. Sérstaklega áhugavert er ,,job shadowing" í Svíþjóð þar sem foreldrar eru virkjaðir.“ Umsóknin hlaut  90 stig af 100 mögulegum. Styrkféð verður nýtt til endurmenntunar starfsfólks.