Forvarnardagur í Brekkuskóla - niðurstöður

/* /*]]>*/ Eins og þið hafið væntanlega orðið vör við er samræmd dagskrá fyrir alla nemendur í 9. bekk á landinu í tilefni Forvarnardagsins. Hjá okkur fór þetta þannig fram að árgangurinn kom saman á sal. Fyrstur á dagskrá var Örlygur Þór Helgason, framkvæmdastjóri KA, en hann talaði við nemendur um mikilvægi íþrótta og tómstundastarfs. Að því búnu útskýrði hann net ratleik fyrir krökkunum og dreifði til þeirra merktum pennum sem eru gjöf Forvarnardagsins. Því næst var horft á myndband þar sem m.a. fjallað var um niðurstöður af vinnu þessa dags á síðasta ári og þau atriði dregin fram sem hafa ber í huga til að forðast vímuefni. Loks var komið að því að nemendur unnu verkefni í hópavinnu. Niðurstöður þeirrar vinnu er að finna hér að neðan. Verkefnin eru þrenns konar; 1) samvera, 2) íþrótta- og æskulýðsstarf og 3) hvert ár skiptir máli. Niðurstöður nemenda í 9. bekk í Brekkuskóla eru eftirfarandi. Bekkirnir eru þrír og eitt svar frá hverjum bekk við hverri spurningu.  Umræðuefni: Samvera.  a) Hvað mynduð þið vilja gera oftar með fjölskyldunni? Spilakvöld, ferðast, kósíkvöld, ákveða t.d. eitt fjölskyldukvöld í viku, baka, útivist, versla saman, spjallkvöld. Fara til útlanda, ferðast, spila, fá ís. Fara til útlanda, fara í sumarbústað eða eitthvað frí. Velja einhver sérstakan dag til að hittast og spila eða horfa á mynd eða annað (fara í ísbúðina Brynju, keilu o.fl.)   b) Af hverju ætti fjölskyldan að verja sem mestum tíma saman að þínu áliti? Til þess að kynnast hvert öðru betur og vera náin. Styrkja tengsl og forðast fíkniefni og áfengi. Þá byrjar maður seinna að drekka, reykja og neyta fíkniefna. Svo að fjölskyldan verði nánari og maður verði öruggari í samfélaginu. Það hindrar fíkniefnaneyslu. Svo maður geti treyst foreldrum sínum. c) Hvað getið þið gert til að vera meira með fjölskyldunni? Hætta að horfa á sitt hvort sjónvarpið og vera saman. Elda oftar saman. Ákveða kvöld sem allir ætla að vera saman heima. Tala við foreldrana, biðja þau að kaupa eitthvað gott og hafa kósíkvöld. Minnka tölvunotkun og borða saman á matartímum og vera meira heima. Tala meira  við foreldrana og stinga uppá hlutum til að gera saman.   Steinunn Harpa Jónsdóttir námsráðgjafi