Þriðjudaginn 26. mars er nemendum í Brekkuskóla boðið í Hlíðarfjall. Gert er ráð fyrir að dvelja í fjallinu fram að hádegi.
Þeir nemendur í 3. - 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í fjallinu og munu umsjónarkennarar skrá hjá sér upplýsingar varðandi það. Þegar það er búið verður að athuga hvort ekki sé til búnaður fyrir alla. Sá möguleiki getur komið upp að ekki verði nægur búnaður því er mjög mikilvægt að allir sem eiga búnað komi með hann.
Gert er ráð fyrir að nemendur í 1. - 2. bekk noti eigin búnað eða skemmti sér á snjóþotum eða sleðum.
Þær lyftur sem opnar verða eru: Töfrateppið, Hólabraut, Skálabraut og Hjallabraut. Aðrar lyftur fylgja hefðbundnum opnunartíma Hlíðarfjalls.
Lyftukortin gilda allan daginn og því geta nemendur nýtt sér það en það þarf að skila inn skíðabúnaðinum þegar skipulagðri dagskrá lýkur eða semja um leigu á honum. Ef nemendur ætla að verða eftir í Hlíðafjalli verður að koma samþykki frá foreldrum til umsjónarkennara og þá eru nemendur á eigin vegum í fjallinu.
Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri. Húfa, vettlingar, hlífðarbuxur og hjálmur mega ekki gleymast og muna eftir nestinu.
Hádegismatur verður snæddur í skólanum.
Vakin er athygli á því að veður og færi geta breyst á skömmum tíma og verða þá allir að taka mið af því.
Nemendur mæta í skólastofur klukkan 8.
Farið verður frá skólanum sem hér segir:
8. - 10. bekkur kl. 08:15
4. - 7. bekkur kl. 08:45
1. - 3. bekkur kl. 09:15
Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:
1. - 3. bekkur kl. 11:30 (Skólalok um 13:10 og svo Frístund fyrir þá sem eru skráðir)
4. - 7. bekkur kl. 12: 00
8. - 10. bekkur kl. 12:30
Með útivistarkveðju úr skólanum!
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is