15.01.2009
Eineltiskönnun var gerð í nóvember og hafa niðurstöður borist okkur. Könnunin kom mjög vel út, þó alltaf megi gera betur.
Brekkuskóli mælist með 5% einelti en meðaltalið er 7- 9% þannig að við erum greinilega á góðri leið.
Starfsfólk skólans mun leggjast yfir niðurstöðurnar og skoða hvernig við getum gert enn betur. Meginspurningin sem stuðst er við úr
könnuninni er spurningin um hvort nemandinn hafi orðið fyrir einelti og ef svo er hversu oft það hafi verið. 5% þeirra sem svöruðu að þeir hafi
orðið fyrir einelti, segjast hafa verið lagðir í einelti í 2 - 3 skipti í mánuði eða oftar.
Þetta er að sjálfsögðu 5% of mikið og munum við halda áfram að vinna með forvarnir í þessum efnum. Næst á dagskrá
er að sýna nemendum myndbönd sem starfsfólk hefur valið til sýninga eftir vangaveltur, en einelti er afar vandmeðfarin umræða.
Betur má ef duga skal!