Fréttir

Samrómur - keppni

Brekkuskóli ætlar að taka þátt í samkeppni á vegum Samróms og í boði eru vegleg verðlaun fyrir þann skóla sem stendur sig best.
Lesa meira

Óbreytt fyrirkomulag í skólastarfi

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Brekkuskóla
Lesa meira

Við minnum á endurskinsmerkin:-)

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þess vegna er notkun endurskinmerkja nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa endurskinsmerkin fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni. Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskinsmerka skilið milli lífs og dauða. Allir ættu að finna endurskin við hæfi en það eru til margar gerðir og stærðir eins og endurskinsvesti, endurskinsborðar, límmerki, barmmerki eða hangandi endurskinsmerki. Á mörgum skólatöskum eru endurskinsmerki og gott er að líma endurskin á barnavagna, sleða, bakpoka og skíðastafi. Fullorðnir eiga að sjálfsögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endurskinsmerki á sínum flíkum. Líklegt er að til séu endurskinsmerki í skúffum og skápum á flestum heimilum og þá er um að gera að nota þau. Hægt er að fá endurskinsmerki í flestum apótekum, stórmörkuðum og bensínstöðvum. Einnig má geta þess að Landsbjörg er að bjóða endurskinsmerki þessa dagana í samvinnu við Samgöngustofu.
Lesa meira