Working together - Comenius

Þessa dagana erum við með fjölþjóðaverkefni í gangi sem Brekkuskóli tekur þátt í ásamt 6 öðrum skólum í jafn mörgum löndum í Evrópu. Verkefnið heitir „Working together“ og  er styrkt af Comeniussjóði Evrópusambandsins.  Núna eru í heimsókn 18 kennarar frá öllum löndunum og verða þeir fram á miðvikudag. Nemendur í Brekkuskóla hafa verið uppteknir síðustu vikur við að undirbúa heimsóknina m.a með því að skreyta stofurnar sínar með fánum, einkennum og myndum landanna, æfa skemmtiatriði og búa til myndbönd á ensku. Í dag og á morgun munu kennararnir heimsækja skólann og kynnast skólastarfi á Akureyri bæði með því að taka þátt í kennslustundum og ræða við kennara og nemendur. Í dag verður móttökuathöfn þar sem nemendur sýna gestum dans- og söngatriði tengt Eurovisionlögum landanna.  Á morgun verða sýnd á sal myndbönd sem nemendur alla skólanna hafa búið til um skólann sinn. Þátttakendur hafa einnig búið til stutt kennslumyndbönd á sínu tungumáli sem ætluð eru til tungumálakennslu. Þetta gefur nemendum í Brekkuskóla tækifæri til að læra að telja, kynna sig og syngja á rúmönsku, tyrkensku, þýsku, dönsku, ensku og finnsku. Gestirnir munu einnig funda með kennurum Brekkuskóla til að fara yfir þau verkefni sem unnin hafa verið og skipuleggja verkefnin sem eru framundan.

Mánudagur 25. febrúar.

Kl .8:20 Nemendafulltrúar úr 8. bekk ( Knútur og Aron(mega taka með sér fleiri)) verða mættir við Hótel Norðurland og fylgja gestum okkar upp í skóla.

8:45 Smá kaffisopi á kaffistofu.

8:50 Kennarar koma með nemendur í 3., 4., 5., 6., og 7. bekk inn í sal (best að koma með þau í þessari röð), búið er að merkja svæði í salnum fyrir viðkomandi bekki. Æskilegt er að nemendur fái sér sæti til að byrja með.

9:00 Dagská byrjar á sal með þátttöku nemenda úr 3.,4.,5.,6. og 7. bekk. hver nemendahópur fær afmarkað svæði á gólfinu á salnum.

·        Jóhanna ávarpar gestina

·        Stúlkur í 10. bekk sýna dansatriði - Myndskeið

·        Nemendur í 3. og 4. bekk saman syngja lag - Myndskeið

·        Nemendur í 5. og 6. bekk saman syngja lag - Myndskeið

·        Nemendur í 7. bekk syngja lag - Myndskeið

·        Allir nemendur syngja saman Ég á líf. - Myndskeið

 Myndir frá heimsókninni

Að lokinni dagskrá tóku nemendafulltrúar í Comenius við sínum gestum og sýna þeim skólann.

Hér má sjá myndskeið þar sem 3. bekkingar kenndu gestum að segja "halló" og "bless" eða að heilsast og kveðjast á íslensku.Myndskeið

 

Þriðjudagur 26. febrúar.

9:00 Gestirnir kynna sín lönd og skóla á salnum og nemendur úr 1.,2. og 8.,9. og 10. bekk fylgjast með. Kennarar koma með nemendur í 1., 2., 8., 9., og 10. bekk inn í sal (best að koma með þau í þessari röð), búið er að merkja svæði í salnum fyrir viðkomandi bekki. Æskilegt er að nemendur fái sér sæti á meðan kynningu stendur. Þessar kynningar verða síðan tiltækar á heimasíðu verkefnisins þannig að hægt verður að sýna þær í öllum bekkjum.

Heimsóknin kemur til með að raska stundaskrám.