Leitast verður við að hafa stundina notalega þar sem kennarar lesa fyrir þau og gefa þeim kost á að spreyta sig á einföldum verkefnum.
Boðið verður upp á hressingu frá skólanum í mötuneytinu í hléi báða dagana.
Reiknað er með að foreldrar skilji börnin eftir í skólanum þennan tíma. Ef þau treysta barninu ekki til þess að vera eitt er sjálfsagt að dvelja með þeim þennan tíma. Foreldrar þekkja börn sín best.
Ætlast er til að nemendur verði sóttir kl.16:00 báða dagana.
Foreldrafundur
Foreldrafundur verður á sal skólans síðari vorskóladaginn 7. maí kl.14:45. Þar munu stjórnendur skólans fara yfir helstu upplýsingar um skólann og skólastarfið og Rut Indriðadóttir mun kynna lestrarkennsluaðferðina Byrjendalæsi.
Sjáumst í skólanum!
Bergþóra, Rut, Ragnheiður, Hulda og Elín
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is