Viðurkenningar Skólanefndar voru afhendar í gær við
hátíðlega athöfn í Hofi. Markmiðið með þeim er að vekja sérstaka athygli á því
sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því
góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er
einnig staðfesting á að viðkomandi kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því
sviði sem viðurkenning nær til. Við erum stolt að greina frá því að Kári
Hólmgrímsson nemandi í 7. bekk og Sigurlína Jónsdóttir kennari hlutu
viðurkenningu Skólanefndar að þessu sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju!