Þriðjudaginn 11. október var haldið um 45 manna skólaþing í Brekkuskóla um samskipti og líðan. Á þinginu
völdu þingmenn eina af fjórum stöðvum þar sem ákveðið efni var til umræðu.
Þingmenn létu hugmyndir sínar í ljós á miðum sem voru hengdir upp og flokkaðir
eftir efni. Í gegnum þessa vinnu sköpuðust góðar umræður í hópunum. Í lokin
voru hugmyndir hvers hóps kynntar. Útkoman var hugmyndabanki sem styrkir enn frekar
undirstöður skólastarfsins og nýtist til að gera góðan skóla enn betri.
Hugmyndabankinn verður nýttur við endurskoðun á skólanámskránni. Það var mat
þeirra sem sátu þingið að vel hefði tekist til. Okkur langar að þakka öllum sem
tóku þátt í þinginu kærlega fyrir þeirra framlag. Hér má nálgast nokkrar myndir
frá þinginu.