Vel heppnaðir þemadagar

Síðustu tvo daga, 1. og 2. apríl hafa vinabekkir í Brekkuskóla unnið með þemað vatn.  Unnið var út frá grunnþætti menntunar um sjálfbærni sem miðar að því að gera fólki kleift að takast á við viðfangsefni sem lúta að samspili umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags.  Margvísleg fræðsla var um vatn og má nefna: Vatn og loftslagsbreytingar, vatn og orka, vatn í matvælum, höfin, magn ferskvatns á jörðinni, hringrás vatns, vatn á Akureyri og í nágrenni Akureyrar.  Hvernig við spörum vatn, vatnsþörf mismunandi lífvera.  Vatnsnotkun heimila/skóla. Mismunandi gerðir vatns: fossar, regn, ský, drykkjarvatn, skólpvatn, jöklar.   

Nemendur gerðu ýmsar tilraunir og unnu fjölbreytt verkefni út frá þemanu þar sem sköpunin fékk að njóta sín.  Það var virkilega skemmtilegt að sjá samvinnu í vinabekkjunum þar sem eldri nemendur unnu með og aðstoðuðu þau yngri.  

Hér eru myndir sem sýna aðeins brotabrot af því sem gert var.