Veðurviðvörun

Þar sem útlit er fyrir slæmt veður á morgun viljum við vekja athygli á að eins og staðan er núna þá er gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir á morgun en almennt þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar ávallt að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann ef ekki hefur komið tilkynning frá lögreglu um að skólahald skuli falla niður. Í hverjum skóla er alltaf einhver hluti starfsmanna mættur til að taka á móti þeim börnum sem kunna að mæta, ef upplýsingar um lokun að tilmælum lögreglu hafa ekki náð til foreldra að morgni. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar þarf að tilkynna það  til skólans síma eða með tölvupósti.