Föstudaginn 6. september var útivistardagur í Brekkuskóla. Árgangar fóru vítt og breitt um Akureyri og nágrenni. Yngstu bekkirnir ferðuðust samkvæmt venju um nágrenni skólans og í náttúruperlur innan bæjarins. Unglingastigið gekk á Ystavíkurfjall og 5. og 6. bekkur fóru að Hraunsvatni og gengu þessar ferðir út fyrir bæjarmörkin mjög vel, sem og hinar innan bæjarmarkanna. Nemendur fóru mislangt upp fjallshlíðarnar, einhverjir fóru alveg að vatninu eða á toppinn, á meðan aðrir misstu sig í berjamó eða röltu bara í rólegheitunum þar til tími var kominn á að snúa við.
Markmið dagsins var að njóta útiveru, kynnast náttúrunni nær og fjær skólanum, njóta samvista og gera sitt besta í hollri hreyfingu undir berum himni. Þessi markmið náðust mjög vel.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is