Útivistardagur Brekkuskóla - var FRESTAÐ

Vegna aðstæðna í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi var ákveðið að fresta útivistardeginum.  

 

Brekkuskóli hefur fengið úthlutað degi í Hlíðarfjalli þann 12. febrúar þar sem nemendur og starfsfólk munu njóta útiveru og hreyfingar. Yngstu nemendurnir munu eyða deginum í Kjarnaskógi við leik og útivistartengd verkefni. Nemendur í 4.-6. bekk stefna á skemmtilegan dag í Hlíðarfjalli, á meðan 7.-10. bekkingar hafa val um að fara á skauta eða skíði.

Skipulagning dagsins er í fullum gangi og má búast við ítarlegri dagskrá í lok vikunnar. Þessi dagur er kjörið tækifæri fyrir alla til að njóta vetrarsins saman og efla heilbrigðan lífsstíl.