Vegna veðurútlits var ákveðið að flýta útivistardeginum sem vera átti á fimmtudaginn fram til morgundagsins, þriðjudagsins 5. september. Veðurspáin er slæm fyrir fimmtudaginn en mjög góð fyrir morgundaginn og mikilvægt að nemendur geti notið veðurblíðunnar.
1. bekkur fer í Lystigarðinn og á leikvöll við Suðurbyggð, mæting kl. 8:00 í skóla
2. bekkur fer í Naustaborgir, mæting kl. 8:00 í skóla
3. bekkur tekur upp kartöflur í Gróðrastöð, mæting kl. 8:00 í skóla
4. bekkur hjólar í Kjarnaskóg og gengur upp í Gamla, mæting kl. 8:00 í skóla
5. bekkur hjólar inn að Hömrum, mæting kl. 8:00 í skóla
6. bekkur hjólar inn að Hömrum, mæting kl. 8:00 í skóla
7. - 10. bekkur gengur inn Glerárdal, mæting kl. 8:15 á bílaplan við Súlur. (Gömlu ruslahaugarnir) Þeir nemendur sem ekki geta fengið far uppeftir mæta í skóla kl. 8:00 og fá far þaðan. Innanskólaval fellur niður á útivistardegi og nemendur hafa val um að mæta í samvalsgreinar.
Nánari upplýsingar munu koma í tölvupósti frá umsjónarkennurum.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is