Föstudaginn 5. júní verður hinn árlegi vorgrill- og leikjadagur Brekkuskóla. Þá fara nemendur í leikjastöðvar á
skólalóð og enda svo í grilli á stéttinni við aðalandyri skólans. Dagurinn er líkt og í fyrra helgaður Unicef hreyfingunni á Íslandi þar sem við sameinumst í verki með hreyfingu í
þágu barna. Verkefnið felur í sér fræðslu um veruleika barna í fátækari löndum. Nemendur fá fræðslu hjá
kennurum sem undirbúin er af Unicef hreyfingunni.
Dagskrá vorgrilldagsins og útileikja er sem hér segir:
Föstudagur 5. júní - Útivist og vorgrill
1.- 6. bekkur
Kl.08:00 – 09:00 1.- 4.b ”frjáls mæting” - opið í stofum – spil og
rólegheit
Kl.09:00 Mæting. Allir í 1. – 6. bekk
Kl.09:20 – 10:20 Útileikir – stöðvar á skólalóð. Nemendur safna "öpum"
í apakverið sitt (Unicef).
Kl.10:20 – 10:40 Frímínútur
Kl.10:40 Mæting í stofur til umsjónarkennara
Kl.11:20 Grill 1. og 2.bekkur - heimferð eða Frístund eftir grill (5 ára innrituðum nemendum
boðið í grill. Gjöf frá vinum Brekkuskóla).
11:20 - 12:00 Gestir - væntanlegir 1. bekkingar haustið 2015 og foreldrar þeirra.
Kl.11:40 Grill 3. og 4.bekkur – heimferð eða Frístund eftir grill
Kl.11:50 Grill 5. og 6.bekkur – heimferð eftir grill
Nemendur í 1. - 4. bekk eru í umsjón kennara sinna til kl. 12:00.
Þá opnar Frístund og hinir fara heim sem ekki eru skráðir þar.
7. – 9. bekkur
Kl.10:30 Mæting hjá umsjónarkennara. Allir í 7. – 9. bekk
Kl.10:40 – 12:00 Útileikir – stöðvar á skólalóð
Kl.12:00 Grill og heimferð eftir það