Þann 7. mars fór fram upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, en hún ber heitið Upphátt. Keppnin var haldin í Hömrum, menningarhúsinu Hofi. Það voru nemendur í 7. bekk sem tóku þátt en áður en lokahátíðin átti sér stað höfðu skólar haldið forkeppni þar sem tveir fulltrúar voru valdir til að keppa fyrir hönd skólans. Fulltrúar Brekkuskóla voru Clara Victoria Höller og Sigurður Hólmgrímsson. Þau stóðu sig bæði framúrskarandi vel. Sigurður náði verðlaunasæti og varð í 3. sæti.
Fyrir keppnina lögðu bæði nemendur og kennarar talsverða vinnu við undirbúning, en upphaf hennar er á degi íslenskra tungu, 16. nóvember ár hvert. Sá hluti keppninnar er kallaður ræktunarhluti þar sem allir nemendur 7. bekkjar leggja sérstaka áherslu á upplestur, vandaðan framburð, framkomu og túlkun orða.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is