Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk fór fram í dag 18. febrúar á sal skólans. Nemendur hafa æft vandaðan upplestur frá því að keppnin var formlega sett 16. nóvember 2018 og stóðu sig með stakri prýði. Á meðan dómnefnd var að störfum fengu áheyrendur í sal að hlýða á kórlestur sem 7. bekkur flutti. Lokakeppnin mun fara fram í Kvos Menntaskólans á Akureyri eins og undanfarin ár. Keppnin fer fram miðvikudaginn 20. mars 2019 kl.17:00 - 19:00. Keppendur Brekkuskóla verða Brynja Karítas Thoroddsen og Emma Ægisdóttir. Til vara verða Birna Dísella Bergsdóttir og Óskar Þórarinsson.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is