Umferðaröryggi og endurskin

Að gefnu tilefni vill Brekkuskóli minna foreldra og forráðamenn á mikilvægi umferðaröryggis, sérstaklega núna þegar það er svona dimmt. Það er mjög mikilvægt að foreldrar fari reglulega yfir umferðaröryggi með börnum sínum.

Við í Brekkuskóla hvetjum foreldra til að tryggja að börn þeirra noti endurskinsmerki bæði á fatnaði og töskum.

Einnig er nauðsynlegt að ræða við börn um mikilvægi þess að virða umferðarljósin, að það séu allir meðvitaðir um að aldrei má fara yfir götu þegar umferðarljós sýna rautt ljós, jafnvel þótt engin umferð sé sjáanleg.