Brynhildur Þórarinsdóttir kom í síðast liðinni viku og las fyrir 1. - 3. bekk úr bók sinni Blávatnsormurinn sem er á metsölulista Eymundsson um þessar mundir.
Gunnar Helgason kemur í heimsókn til 4. og 5. bekkja í Brekkuskóla 21. nóvember kl. 10:40 - 11:40 og les upp úr sögunni Aukaspyrna á Akureyri sem einnig er á lista yfir söluhæstu bækur um þessar mundir. Bókin er æsispennandi saga sem stelpur og strákar um allt land hafa beðið óþreyjufull eftir síðan þau lögðu frá
sér Víti í Vestmannaeyjum. Frá upplestrinum.
Þorgrímur Þráinsson kemur í heimsókn til okkar 22. nóvember næstkomandi og mun lesa upp úr verkum sínum . Nýjasta
bók Þorgríms er "Krakkinn sem hvarf" . Frá upplestrinum. Hann hittir nemendur sem hér segir:
kl. 08:00 - 9:20 10. SGP í stofu 316
kl. 09:40 - 11:00 10. SÁ í stofu 316
kl. 11:20 - 12:00 4. og 7. bekkir í stofu 202-203
kl. 13:10 - 13:50 5. - 6. bekkur á sal
Þorgrímur hefur haldið fjölda fyrirlestra um ,,Lífið og tilveruna" í gegnum tíðina.
Í
10. bekk segir hann m.a. sögu af Ólafi Stefánssyni handboltakappa, hvernig hann hugsar líf sitt og árangur. Hann fjallar einnig um handalausan
tennisleikara sem náði frábærum árangri. Fyrirlestrana aðlagar Þorgrímur að þeim aldri sem um ræðir hverju sinni.
Þorgrímur fjallar m.a. um:
* Mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin lífi og árangri (ekki kenna öðrum um) - ELTA DRAUMINN
* Eflast við mótlæti -- aldrei gefast upp.
* Nýta hvert augnablik til hins ýtrasta -- í skólanum og heima (til að bæta árangurinn)
* Dagleg framkoma og falleg samskipti -- gera góðverk
* Bera virðingu fyrir foreldrum sínum -- þeir eru ekki þjónar
* Hvernig geta nemendur farið út fyrir þægindahringinn -- öðlast hugrekki
* Hversu hættulegt er að reykja og nota vímuefni -- ég segi frá vini mínum sem lést 26 ára eftir neyslu
* Nemendur setja sér skrifleg markmið á 15 mínútum -- og eiga að vinna í þeim áfram
* Nemendur fá fjórblöðung með sér heim, markmiðin, 10 leiðir til hamingjuríks lífs og "Hjól lífsins" sem ég
sýni á fyrirlestrinum.