Styrkur

Styrkur frá Sprotasjóði hefur verið veittur verkefninu "Rafrænt nám í Brekkuskóla" til næstu tveggja ára. Styrkur fékkst einnig í fyrra fyrir sama verkefni á yfirstandandi skólaári og gefur þessi framhaldsstyrkur skólanum byr undir báða vængi við áframhaldandi þróunarvinnu.


Samkvæmt 15. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla, 34. gr. Laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 53. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla hefur verið stofnaður Sprotasjóður sem styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga.

Sjá nánar um hlutverk sjóðsins í reglugerð hans Nr. 242/2009.

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) sér  um umsýslu Sprotasjóðs skv. samningi við mennta- og menningarmálaráðuneyti.