Staðfesting í Frístund

Staðfesting í Frístund fyrir skólaárið 2014 – 2015 fer fram miðvikudaginn 13. ágúst kl. 10:00 – 15:00 Ágætu foreldrar/forráðmenn. Börn í 1.-4. bekk skólans eiga kost á gæslu eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:15. Frístund er tilboð sem er hluti af skólastarfinu og er hluti af heildarstefnu skólans.  Staðfesta þarf umsókn um dvöl í Frístund með dvalarsamningi sem tilgreinir hvaða daga og tíma á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en gengið hefur verið frá dvalarsamningi. Þeir sem komast ekki ofangreindan dag eru vinsamlegast beðnir um að haf samband samkvæmt neðangreindum upplýsingum og við finnum saman annan tíma. Verðskrá:
Skráningargjald 20 klst - 6.600 krónur. Aldrei er hægt að kaupa færri en 20
tíma á mán.
Hver klukkustund kostar 330 krónur.    
Síðdegishressing kostar 125 krónur hvert skipti.       

Fjölskylduafsláttur reiknast af grunngjaldi. Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Yngsta barn fullt gjald, annað barn 30% afsl.,   þriðja barn 60% afsl. og fjórða barn 100% afsl.                           
                           
Sjáumst í skólanum!
Bryndís Baldursdóttir forstöðukona Fristundar í Brekkuskóla
bryndisb@akmennt.is
s.4622526