Spila- og leikjadagur

Miðvikudaginn 19. desember verður tilbreytingadagur í Brekkuskóla eins og fram kemur á skóladagatali. Þennan dag fylgja nemendur aldursblönduðum hópi og fara á fjórar mismunandi "spila og leikjastöðvar" milli kl. 8 og 11:20. Eftir það fara nemendur til umsjónarkennara í heimastofu. Þar verða þau þangað til kemur að mat og fara svo í Frístund eða heim á eftir. Opið er í Frístund þennan dag frá kl. 12:10. Skólabíll fer kl. 12:45 frá skólanum.


Nánari tímasetningar:
Mæting í stofu til umsjónarkennara kl. 08:00-08:10
1. lota kl. 08:10 - 08:50
2. lota kl. 08:50 - 09:30
Nesti í stofu 2. lotu kl. 09:30 - 10:00
3. lota 10:00 - 10: 40
4. lota 10:40 - 11:20
Farið í heimastofu til umsjónarkennara eftir það fram að matartíma.
6. bekkur fer á sýningar á sal hjá Telmu áður en þau fara í mat.
Eftir mat (á venjubundnum matartíma) fara allir heim eða í Frístund.