Spánverjar í heimsókn hjá okkur

Í dag, mánudaginn 22. febrúar komu til okkar gestir frá Spáni. Gestirnir eru meðlimir í Comeniusarverkefni sem við erum aðilar að. Nemendur og kennarar hópsins voru boðnir velkomnir í morgun á sal skólans og fengu hressingu frá íslenska hópnum sem skipaður er nemendum okkar úr spænsku vali í 8. - 10. bekk. Eftir móttökuna lá leiðin niður í ráðhús Akureyrar þar sem bæjarstjórinn tók á móti öllum hópnum.  Næstu þrjá daga munu Spánverjarnir sitja tíma með okkar nemendum og vinna sín eigin verkefni. Á föstudaginn er meiningin að þau vinni að sínum eigin verkefnum, fari í sund og að lokum í sveitaferð.

Nemendur Brekkuskóla voru mjög spenntir og uppnumdir yfir þessari heimsókn og gestirnir yfri sig hrifnir af öllum snjónum! Hér heyrist spænska, enska og íslenska í bland og gerir andrúmsloftið enn litríkara.