Skólaþing

Þriðjudaginn 11. október kl. 9-11:30 er fyrirhugað að halda skólaþing í Brekkuskóla um samskipti og líðan. Markmiðið með skólaþinginu er að efla nemendalýðræði og samvinnu allra sem að skólasamfélagi Brekkuskóla koma, að gera góðan skóla enn betri.  Á skólaþingi sitja fulltrúar starfsfólks, nemenda, foreldra og Rósenborgar.  Það verður unnið með fjórar grunnspurningar, hver í tveimur liðum.  Niðurstöður verða teknar saman í lokin og nýttar til að bæta skólann og líðan nemenda og starfsfólks. Við hvetjum áhugasama foreldra til að skrá sig með því að hafa samband við Sigríði Magnúsdóttur, siggamagg@akmennt.is eða Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur, johannamaria@akmennt.is

Borð 1.  Hvernig eiga samskipti milli nemenda að vera?

Hvernig stuðlum við að þeim samskiptum?


Borð 2. Hvernig viljum við að nemendum líði í Brekkuskóla?

Hvernig stuðlum við að þeirri líðan?


Borð 3. Hvernig eiga samskipti milli nemenda og starfsfólks að vera?

Hvernig stuðlum við að þeim samskiptum?


Borð 4. Hvernig getur hver og einn stuðlað að eigin vellíðan?

Hvernig getur hver og einn stuðlað að vellíðan annarra?