Einn hópur af fjórum sem sat þingið
Skólaþing var haldið hér í Brekkuskóla þriðjudaginn 22. janúar 2013. Fyrirmyndin er svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Fyrir
þingið héldu nemendur eigin fundi inni í bekk og þar völdu þeir fulltrúa sína til að sitja sjálft þingið. Á
þinginu sátu einnig fulltrúar foreldra og starfsmanna skólans. Þarna fóru fram málefnalegar umræður og færðu þingmenn
góð rök fyrir máli sínu. Umræðuefnið var skipt í fjóra flokka. Þeir voru: "Skólabragur", "Skólasamfélag", "Mat og
þróun" og "Nám og kennsla". Í hverjum flokki voru tvær spurningar lagðar fyrir. Niðurstöðurnar voru settar á miða og þær
síðan flokkaðar í flokka sem hver hópur kom sér saman um. Þessa dagana er verið að skrá þær í rafrænt form og
ákveða hvaða aðferð verði notuð við að kynna þær og hvernig hugmyndum verði hrynt í framkvæmd. Myndir frá skólaþinginu má nálgast hér.
Sjá nánar í fréttabréfum skólans í janúar og febrúar 2013 http://brekkuskoli.is/is/page/skolinn_frettabref