30.05.2016
Mánudaginn 6. júní eiga
nemendur að mæta í stofur til umsjónarkennara samkvæmt neðangreindu skipulagi.
Þeir koma síðan á sal 45 mín. seinna. Þar mun skólastjóri segja nokkur orð. Að
lokum syngjum við okkur út í sumarið með tónlistarkennaranum Sigríði Huldu
Arnardóttur. Nemendur mæta samkvæmt eftirfarandi tímasetningum: Kl. 9 mætir 5. og 6. árgangurkl. 10 mætir 7., 8. og 9. árgangurKl. 11 mætir 3. og 4. árgangurKl. 12 mætir 1. og 2. árgangur Skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkja hefst á sal skólans kl.15:30 og eru foreldrar, forráðamenn og velunnarar
skólans hjartanlega velkomnir.