Skólaheimsókn 5, að verða 6 ára barna

Frá síðustu heimsókn
Frá síðustu heimsókn
Næsta skólaheimsókn fer fram mánudaginn 26. mars og miðvikudaginn 28. mars kl. 10:30. Myndir frá heimsókninni 26. mars eru komnar inn hér. Myndir frá heimsókn síðari hópsins miðvikudaginn 28. mars er hér. Nemendur sem eru á Hólmasól skiptast á báða dagana, en nemendur af öðrum leikskólum eru vinsamlegast beðnir að mæta í miðvikudagstímann. Ef það hentar alls ekki er mánudagurinn í boði, en þá er hópurinn mun fjölmennari.

Í þessari heimsókn fara nemendur í kennslustund hjá núverandi kennurum í 1. bekk og enda síðan á að fara í mat í matsalinn um kl. 11:15. Báða dagana er fiskur í matinn, en einnig er hægt að fá ávexti, kartöflur og grænmeti. Eftir matinn fara nemendur heim aftur eða í leikskólann sinn eftir aðstæðum.
Foreldrar barna af öðrum leikskólum en Hólmasól sjá alfarið um að fylgja sínu barni, en foreldrar af sama leikskóla hafa einnig tekið sig saman um að fylgja hópnum ef það hentar þeim betur.

Síðasta heimsóknin verður síðan heimsókn í íþróttatíma í íþróttahúsinu Laugargötu föstudaginn 27. apríl kl. 09:20. Þá taka íþróttakennarar á móti þeim og leyfa þeim að spreyta sig. Þið verðið minnt á það með sama  hætti og gert er nú.

Hér má finna myndir frá síðustu heimsókn barnanna.